Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona 21. september 2006 07:45 Halldór Blöndal Hefur setið á þingi síðan 1979. stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“ Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira
stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“
Innlent Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Sjá meira