Blesgæs hefur verið friðuð ótímabundið á Íslandi og hvetur Landvernd gæsaveiðimenn til að gæta sérstakrar varkárni við gæsaveiðar.
Á fáum árum hefur orðið hrun í stofni blesgæsa sem orsakast af slökum varpárangri. Þetta veldur því að nýliðun er ekki nægileg til að standa undir afföllum vegna skotveiða hér á landi.
Á árunum 1998-1999 taldi stofninn um 36 þúsund fugla en síðasta vetur var stofninn kominn í 24.860 fugla.
Blesgæsin hefur verið alfriðuð utan Íslands um árabil en varpheimkynni hennar eru á Mið- og Vestur-Grænlandi.