Illugi Gunnarsson hagfræðingur gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sameiginlegt prófkjör er fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og stefnir Illugi því að því að skipa annað sætið á öðrum hvorum framboðslistanum.
Illugi var um árabil aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar í forsætis- og utanríkisráðuneytinu.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins verður haldið 27. og 28. október.