Áskorun til félagsmálaráðherra Jóhanna sigurðardóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar