Karlmaður á sextugsaldri, búsettur í Reykjavík, hefur verið kærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum.
Mál mannsins kom inn á borð til Barnaverndarnefndar Reykjavíkur síðastliðinn föstudag og óskuðu forsvarsmenn nefndarinnar í kjölfarið eftir því að lögreglan í Reykjavík hæfi rannsókn á málinu. Að sögn Bjarnþórs Aðalsteinssonar, fulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar í Reykjavík, er rannsókn málsins á frumstigi. Hugsanleg fórnarlömb í málinu eru fleiri en eitt en fjöldi þeirra er meðal þess sem lögreglan rannsakar nú.
Lögreglan verst frekari frétta af málinu.