Refsivert að auglýsa vændi 20. september 2006 08:00 Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra boðar hertari viðurlög við kynferðisbrotum. Enn fremur er í frumvarpi hans gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að auglýsa eftir kynmökum. Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Nýtt frumvarp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga gerir ráð fyrir umfangsmiklum breytingum frá því sem nú er kveðið á um í lögunum. Björn kynnti frumvarpið á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun en það er endurbætt útgáfa af frumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi síðasta vor en hlaut ekki framgöngu. Meðal nýmæla frumvarpsins er að upphaf fyrningarfrests kynferðisbrota miðist við átján ára aldur brotaþola en ekki fjórtán ár eins og nú er. Refsihámark fyrir kynferðislega áreitni gegn börnum verður hækkað þannig að brot gegn yngstu börnunum munu fyrnast á lengri tíma en nú er kveðið á um. Refsing fyrir samræði og önnur kynferðismök við barn yngra en fjórtán ára verður þyngd og verða refsimörkin þau sömu og fyrir nauðgun; fangelsi frá einu ári og allt að sextán árum. Með því er lögð áhersla á alvarleika slíkra brota og teljast þá nauðgun og kynmök við börn yngri en fjórtán ára alvarlegustu kynferðisbrotin í stað nauðgunar einnar áður. Þó er gert ráð fyrir að heimilt verði að lækka refsingu eða fella hana niður ef sá er gerist sekur um samræði eða önnur kynferðismök gagnvart barni yngra en fjórtán ára er á svipuðum aldri og þroskastigi og barnið. Hugtakið nauðgun verður rýmkað frá því sem nú er. Þannig er gert ráð fyrir að önnur kynferðisnauðung og misnotkun á bágu andlegu ástandi og því að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans teljist nauðgun. Við það þyngist refsing vegna slíkra brota frá því sem nú er og verður fangelsisvist frá einu ári og allt að sextán árum, í stað fangelsis allt að sex árum nú. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að refsing fyrir að stunda vændi sér til framfærslu verði felld niður og í staðinn gert refsivert að bjóða fram, miðla eða óska eftir kynmökum í opinberum auglýsingum. Enn fremur er í frumvarpinu almennt ákvæði um lögfestingu refsiábyrgðar vegna kynferðislegrar áreitni.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira