Óvenjumikið hefur verið um að byggingarlóðum hafi verið skilað í Hafnarfirði upp á síðkastið. Þannig var 68 lóðum úthlutað í fyrstu úthlutun í Áslandshverfi í vor og var fimm skilað. Lilja Ólafsdóttir, fulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, segir að venjulega sé einni til tveimur lóðum skilað.
Lóðarhafar þurfa ekki að gefa upp neina ástæðu þegar þeir skila inn lóðum og núna hefur aðeins fleiri lóðum verið skilað vegna þess að bankar eru búnir að loka meira eða minna á lán, fólk hefur gert aðrar ráðstafanir eða það hefur ekki getað selt eldri eignir, segir hún.
