Snyrta hár án réttinda í heimahúsum 18. september 2006 06:00 Hárgreiðslustofa. Erfitt getur verið að fá þær konur sem starfa heima til að starfa á hárgreiðslustofum. Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi. Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stærstur hluti þeirra sem hefja hárgreiðslunám hér á landi klárar aldrei námið. Jónína Snorradóttir, formaður Meistarafélags í hárgreiðslu, áætlar að af 140 nemum sem hefja hárgreiðslunám ljúki einungis um 30 nemendur náminu sem tekur fjögur ár. Það veldur nokkrum áhyggjum að hluti þeirra sem ekki klára námið starfar við fagið heima hjá sér án réttinda. Fyrir nokkrum árum gerði meistarafélagið gangskör í að reyna að uppræta þessa ólöglegu starfsemi og leitaði til opinberra aðila sér til aðstoðar. Sönnunarbyrðin í þessum málum er hinsvegar mjög erfið og því fór þetta mál aldrei lengra. Jónína segir erfitt að fá þær konur sem starfa heima til að fara að vinna á stofum. Ég hef lent í því að þurfa að finna fólk til starfa á stofu sem ég rek og fékk upplýsingar um hárgreiðslukonur sem voru skráðar atvinnulausar hjá vinnumiðlun. Þegar ég hafði samband við þær komu þær með ýmsar afsakanir fyrir því að þiggja ekki starfið og mér þykir líklegt að einhverjar þeirra hafi verið með atvinnustarfsemi heima auk atvinnuleysisbótanna. Þá segir Jónína nokkuð um að konur lengi barneignafrí með því að vinna heima. jónína snorradóttir Jónína segir heildsala aðeins selja hárgreiðsluvörur til viðurkenndra hárgreiðslustofa en að það sé auðvelt fyrir þá aðila sem starfa heima að fá einhverja með réttindi til að kaupa fyrir sig efni. Einnig er hægt að kaupa þessar vörur í gegnum netið. Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir svarta atvinnustarfsemi mein sem þurfi að reka áróður gegn. Samantektir sýna að neðanjarðarhagkerfi á Íslandi veltir milljörðum en þetta eru peningar sem fara framhjá hagkerfinu. Það er best að hver og einn sé vakandi fyrir þessu og krefjast nótu eftir viðskipti. Hægt er að hvetja fólk til nótuviðskipta með því að endurgreiða fólki gegn framvísun nótanna. Þetta hefur meðal annars verið gert í byggingariðnaði þar sem húsbyggendur fá endurgreitt ef þeir sýna fram á nótur frá iðnaðarmönnum. Jón Steindór segir að einnig gæti verið skynsamlegt að lækka virðisauksakatt sem sé mjög hár á atvinnustarfsemi hér á landi.
Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira