Nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Helga Jónsdóttir, var boðinn velkominn til starfa á hátíð í Fjarðabyggð á laugardag. Mikið var um dýrðir á hátíðinni sem haldin var vegna sameiningar Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðahrepps, við Fjarðabyggð.
Helga Jónsdóttir tekur við af Guðmundi Bjarnasyni, fyrsta bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Fluttu núverandi og fráfarandi bæjarstjóri ræðu af því tilefni. Skipulögð dagskrá hafði verið sett saman í tilefni dagsins, en þar tróðu upp landsþekktir skemmtikraftar á borð við Bríeti Sunnu og Snorra úr Idol. Dagskránni lauk með flugeldasýningu um kvöldið.