Almenningur og hlutabréf 17. september 2006 00:01 Sala hlutafjár Exista og skráning þess félags og sala hlutafjár í Marel heppnaðist einstaklega vel. Bæði þessi félög stóðu vel að sölunni og vönduðu í hvívetna upplýsingagjöf sína til fjárfesta. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu stór hópur almennra fjárfesta tók þátt í kaupunum. Eftirspurnin var margföld. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur þróast vel þau fimmtán ár sem liðin eru frá því að alvöru viðskipti hófust með hlutabréf. Margt hefur hjálpast þar að. Styrkur íslenskra lífeyrissjóða hefur skipt miklu fyrir fyrirtæki á markaði, en ekki síður skipti máli í upphafi að almenningur var áhugasamur um þá möguleika sem þessi áhugaverði fjárfestingakostur bauð upp á. Ástæða þess var ekki síst skattaskammturinn svokallaði sem heimilaði skattafrádrátt af kaupum á hlutabréfum upp að tiltekinni fjárhæð. Niðurstaða þessa var mun meiri þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði en ella hefði orðið. Afleiðing þess er sú að þúsundir Íslendinga hafa notið þeirrar verulegu verðmætaaukningar sem orðið hefur í íslensku viðskiptalífi. Verðmætaaukningar sem aldrei hefði orðið ef hagkerfið hefði ekki opnast og ríkið dregið úr afskiptum sínum af atvinnulífinu. Auk þessa beina hagsauka vegna hlutafjáreignar almennings hefur uppgangurinn skilað sér í góðri ávöxtun lífeyrissjóða sem þýðir hærri framtíðartekjur þorra launafólks í framtíðinni. Það er vert að hafa þennan árangur í huga þegar tilhneigingar gætir mitt í allri velsældinni að mála skrattann á vegginn og krefjast regluverks yfir atvinnulífið sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þegar slíkar kröfur koma frá þeim sem gefa sig út fyrir borgaralegt frjálslyndi, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að eitthvað annað trufli sýnina á þróun viðskiptalífsins. Þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Fyrst ber að líta til þess að ávöxtun hlutabréfa er að jafnaði meiri en annarra fjárfestingakosta, þegar litið er yfir lengra tímabil, enda þótt ávöxtunin geti sveiflast verulega og verið neikvæð á tímabilum. Fjarvera fólks frá hlutabréfamarkaði sviptir það möguleika á betri ávöxtun sparnaðar. Vera almennings á hlutabréfamarkaði er einnig aðhald fyrir stærstu eigendur og stjórnendur og skerpir því á kröfum um vandaða og góða viðskiptahætti. Ávinningur velgengni fyrirtækja dreifist með mikilli þátttöku á mun fleiri og verður til þess að síður myndast gap milli fólks, fyrirtækja og leiðandi kaupsýslumanna. Niðurstaða í útboði Exista og Marel gefur ágæt fyrirheit um vaxandi áhuga almennings á hlutabréfamarkaði. Hins vegar er umhugsunarefni hvort ekki séu til leiðir til að örva slíkan áhuga frekar með einhvers konar ívilnun eða beinum hagsauka líkt og gert var með skattaafslættinum hér á árum áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Sala hlutafjár Exista og skráning þess félags og sala hlutafjár í Marel heppnaðist einstaklega vel. Bæði þessi félög stóðu vel að sölunni og vönduðu í hvívetna upplýsingagjöf sína til fjárfesta. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu stór hópur almennra fjárfesta tók þátt í kaupunum. Eftirspurnin var margföld. Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur þróast vel þau fimmtán ár sem liðin eru frá því að alvöru viðskipti hófust með hlutabréf. Margt hefur hjálpast þar að. Styrkur íslenskra lífeyrissjóða hefur skipt miklu fyrir fyrirtæki á markaði, en ekki síður skipti máli í upphafi að almenningur var áhugasamur um þá möguleika sem þessi áhugaverði fjárfestingakostur bauð upp á. Ástæða þess var ekki síst skattaskammturinn svokallaði sem heimilaði skattafrádrátt af kaupum á hlutabréfum upp að tiltekinni fjárhæð. Niðurstaða þessa var mun meiri þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði en ella hefði orðið. Afleiðing þess er sú að þúsundir Íslendinga hafa notið þeirrar verulegu verðmætaaukningar sem orðið hefur í íslensku viðskiptalífi. Verðmætaaukningar sem aldrei hefði orðið ef hagkerfið hefði ekki opnast og ríkið dregið úr afskiptum sínum af atvinnulífinu. Auk þessa beina hagsauka vegna hlutafjáreignar almennings hefur uppgangurinn skilað sér í góðri ávöxtun lífeyrissjóða sem þýðir hærri framtíðartekjur þorra launafólks í framtíðinni. Það er vert að hafa þennan árangur í huga þegar tilhneigingar gætir mitt í allri velsældinni að mála skrattann á vegginn og krefjast regluverks yfir atvinnulífið sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum. Þegar slíkar kröfur koma frá þeim sem gefa sig út fyrir borgaralegt frjálslyndi, þá er erfitt að verjast þeirri hugsun að eitthvað annað trufli sýnina á þróun viðskiptalífsins. Þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Fyrst ber að líta til þess að ávöxtun hlutabréfa er að jafnaði meiri en annarra fjárfestingakosta, þegar litið er yfir lengra tímabil, enda þótt ávöxtunin geti sveiflast verulega og verið neikvæð á tímabilum. Fjarvera fólks frá hlutabréfamarkaði sviptir það möguleika á betri ávöxtun sparnaðar. Vera almennings á hlutabréfamarkaði er einnig aðhald fyrir stærstu eigendur og stjórnendur og skerpir því á kröfum um vandaða og góða viðskiptahætti. Ávinningur velgengni fyrirtækja dreifist með mikilli þátttöku á mun fleiri og verður til þess að síður myndast gap milli fólks, fyrirtækja og leiðandi kaupsýslumanna. Niðurstaða í útboði Exista og Marel gefur ágæt fyrirheit um vaxandi áhuga almennings á hlutabréfamarkaði. Hins vegar er umhugsunarefni hvort ekki séu til leiðir til að örva slíkan áhuga frekar með einhvers konar ívilnun eða beinum hagsauka líkt og gert var með skattaafslættinum hér á árum áður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun