Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól 7. september 2006 07:30 Blöðin seld í Vínarborg Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. MYND/AP Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“ Erlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“
Erlent Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira