Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku 6. september 2006 07:30 á Aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn Farþegar námu staðar í gær til þess að fylgjast með fréttum af handtökunum. MYND/AP Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi. Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi.
Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira