Stýrivextir eru háir á Íslandi 28. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir við húsbyggingu Seðlabankinn og ríkisvaldið hafa að undanförnu reynt að taka á þenslu með fastari tökum á ríkisrekstrinum. Miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars við húsbyggingar, hafa haft mikil áhrif. MYND/Stefán Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“ Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“
Innlent Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira