Stýrivextir eru háir á Íslandi 28. ágúst 2006 08:30 Framkvæmdir við húsbyggingu Seðlabankinn og ríkisvaldið hafa að undanförnu reynt að taka á þenslu með fastari tökum á ríkisrekstrinum. Miklar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars við húsbyggingar, hafa haft mikil áhrif. MYND/Stefán Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“ Innlent Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru meira en ferfalt hærri heldur en hjá hinum Norðurlöndunum. Stýrivextir í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru undir þremur prósentum en eftir síðustu hækkun eru stýrivextir hér á landi 13,5 prósent. Stýrivextir hafa farið hækkandi á Norðurlöndunum að undanförnu, eins og víðs vegar um Evrópu. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, segir óhjákvæmilegt fyrir Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti umtalsvert til þess að berjast gegn verðbólgu, sem hækkað hefur mikið milli ára. „Vextir seðlabanka almennt eru eitt helsta hagstjórnartæki hins opinbera, bæði hérlendis og í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Staðan er sú að hér á landi þarf að hægja á hjólum efnahagslífsins og halda verðbólgunni niðri. Seðlabankinn hefur fyrst og fremst þetta tæki til þess að ná markmiðum sínum.“ Stýrivextir í Japan eru núll prósent eins og mál standa nú. Þeir voru hækkaðir í 0,25 prósent í júlí, en lækkaðir aftur skömmu síðar. Gylfi segir efnahagshorfur í löndum þar sem stýrivextir eru litlir sem engir, þveröfugar við þær sem hafa verið hér á landi. „Ég sé nú ekki fyrir að við komumst í hóp með þjóðum sem eru með litla sem enga stýrivexti, auk þess efast ég um að það sé vilji fyrir því að skipta á aðstæðum hér og í Japan. Japönsk stjórnvöld hafa undanfarinn áratug verið að kljást við efnahagskreppu, eftir mikinn uppgang árin þar á undan. Meginmunurinn er sá, að það gengur illa að örva fjárfestingu og neyslu og halda þannig uppi eftirspurninni. Þetta er vandi sem er þveröfugur við vandann hér á landi, og af tvennu illu þá held ég að íslenski vandinn sé eftirsóknarverðari.“ Íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu dregið úr ríkisframkvæmdum til þess að slá á þenslu. Gylfi Magnússon telur möguleika vera á því að ná meiri árangri í aðhaldi. „Það er ljóst að Ísland sker sig úr hópnum, hvað varðar vexti almennt. Jafnvel á tíunda áratugnum, þegar verðbólgan var ekki eins mikil og nú, þá voru stýrivextir háir, samanborið við löndin í kringum okkur. Það er ekki hægt að komast hjá því að tengja þetta gjaldmiðlinum okkar, en einnig verður að horfa til þess að helsti vandinn hér á landi hefur verið annars eðlis en vandinn í löndunum í kringum okkur. En það er hægt að herða tökin á vandanum með því að draga meira úr ríkisútgjöldum.“
Innlent Mest lesið Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira