Tvö töpuð stig hjá Breiðablik 28. ágúst 2006 14:00 Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli. Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Það var frítt í Kaplakrikann í gær og var engu líkara en leikmenn tækju það sem svo að þeir ættu ekki að bjóða áhorfendum upp á nokkurn skapaðan hlut. Fyrstu 20 mínútur leiksins eru hugsanlega einhverjar leiðinlegustu mínútur í sögu Landsbankadeildarinnar. Það gerðist nákvæmlega ekki neitt þessar mínútur og bestu tilþrifin átti Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra og fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, þegar hann sporðrenndi einni pylsu með öllu á listilegan hátt og var rétt rúma mínútu að verkinu. Vel að verki staðið hjá sendiherranum. Eins gaman og það var að fylgjast með honum var jafn sorglegt að fylgjast með úrvalsdeildarleikmönnum eiga í vandræðum með 3 metra sendingar. Þetta var í einu orði sagt grátlegt. Fyrsta skottilraun leiksins kom á 21. mínútu þegar Olgeir Sigurgeirsson skaut yfir FH-markið. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Blikar tóku forystuna sex mínútum fyrir hlé. Árni Kristinn átti þá góðan sprett upp hægri kantinn, hann renndi boltanum á Olgeir sem skoraði með laglegu innanfótarskoti. Þegar rúmur klukkutími var liðinn fengu Blikar tvö dauðafæri sem nýttust ekki og það átti eftir að koma í bakið á þeim. Eftir færin ákváðu Blikar einhverra hluta vegna að pakka í vörn. Furðuleg ákvörðun því þeir voru með leikinn í höndunum. FH byrjaði að stýra umferðinni en skapaði ekki neitt af viti og eina hættan kom úr langskotum. Undir lokin komu dauðakippir hjá FH. Tommy Nielsen fékk dauðafæri á 88. mínútu og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Það kom í uppbótartíma þegar varamaðurinn Allan Dyring, sem hefur meira minnt á langhlaupara en knattspyrnumann í sumar, skallaði í netið eftir hornspyrnu. Blikar ætluðu allan tímann að liggja til baka og þeirra leikaðferð gekk nánast upp. Hjörvar var öruggur í markinu, Guðmann frábær í miðri vörninni og Olgeir drifkafturinn þar fyrir framan. Meiri trú vantaði á eigin getu og hefði hún verið til staðar hefðu Blikar stungið af með öll stigin í pokanum. FH-ingar voru mjög slakir í þessum leik en fá samt stig og það segir sitt um liðið. Það hefur mikil deyfð verið yfir FH síðustu vikur og leikmenn virðast hafa takmarkaðan áhuga á verkefninu. Vissulega getur verið erfitt að mótivera sig þar sem liðið er löngu búið að klára mótið en tvö stig í fimm leikjum er ekki sæmandi fyrir meistara. Þegar leikmenn nenna vart að tækla og fórna sér fyrir stigin þá fá stuðningsmennirnir ástæðu til að kvarta. Það er verk Ólafs þjálfara að fá menn aftur á tærnar fyrir leikinn gegn ÍBV. Við þennan leik verður ekki skilið án þess að minnast á frammistöðu Ólafs Ragnarssonar dómara sem dæmdi frábærlega fyrir utan atvik undir lokin er hann skorti kjark til að henda Dennis Siim af velli.
Íþróttir Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira