Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl 25. ágúst 2006 07:30 Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir mönnunum sem reyndu að smygla 25 kílóum af fíkniefnum inn í bensíntanki bifreiðar. Myndin var tekin þegar einn þeirra var leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full. Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full.
Innlent Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira