Þrennt í varðhaldi fyrir kókaínsmygl 25. ágúst 2006 07:30 Gæsluvarðhald rennur út í dag yfir mönnunum sem reyndu að smygla 25 kílóum af fíkniefnum inn í bensíntanki bifreiðar. Myndin var tekin þegar einn þeirra var leiddur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full. Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið handtekin með um hálft kíló af örvandi efnum við komuna á Keflavíkurflugvöll á mánudag. Fólkið var að koma frá Amsterdam og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er talið að efnið sem þau höfðu í fórum sínum sé kókaín. Það hefur þó ekki fengist staðfest og lögregla verst allra fregna af málinu þar sem rannsókn þess er á frumstigi. Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einum karli sem reyndu að smygla til landsins tæplega tveimur kílóum af kókaíni 9. ágúst. Karlmaðurinn og önnur konan, sem grunuð er um að hafa átt þátt í að skipuleggja smyglið, voru úrskurðuð í sex vikna varðhald til viðbótar. Hin konan, sem kókaínið fannst hjá, var úrskurðuð í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur. Tveir karlmenn til viðbótar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Einn þessarra fimmmenninga er undir tvítugu en hin fjögur eru rúmlega tvítug. Alls sitja nú 22 í gæsluvarðhaldi hér á landi. Sautján þeirra eru í svokallaðri lausagæslu, en fimm manns eru í einangrun. Það eru þremenningarnir sem teknir voru í vikunni með fíkniefnin og tveir Litháar sem reyndu að smygla um 12,5 kílóum af amfetamíni með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Gæsluvarðhald yfir þeim rennur út í dag. Einnig rennur út í dag gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem smygluðu 25 kílóum af fíkniefnum hingað til lands í bensíntanki notaðrar BMW-bifreiðar. Þrír þeirra voru handteknir að kvöldi skírdags þar sem þeir voru að bauka við að losa 15 kíló af amfetamíni og 10 kíló af hassi úr tankinum. Sá fjórði var handtekinn síðar. Erlendur Baldursson hjá Fangelsismálastofnun segir að þeir sem eru í lausagæslu séu vistaðir í almennum fangaplássum. Einangrunarplássin í fangelsum landsins séu 11 talsins. Fangelsin eru smekkfull, en á síðustu dögum hefur ekki þurft að hafna kröfu um gæsluvarðhald vegna plássleysis, segir Erlendur. Það er alltaf hreyfing, því menn eru að losna, fara á meðferðarstofnanir, á áfangaheimili og þess háttar. En mönnum hefur ekki verið sleppt út til að búa til pláss. Ef fangelsin eru full, þá eru þau full.
Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira