Kristinn H. segir samkomulag brotið 24. ágúst 2006 07:15 „Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli." Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
„Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli."
Innlent Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira