Kristinn H. segir samkomulag brotið 24. ágúst 2006 07:15 „Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli." Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það liggur fyrir ákveðið samkomulag um hlutina sem ég tel að eigi eftir að klára," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við Fréttablaðið þegar ljóst varð hvernig þingflokkur framsóknarmanna hagar skipan í nefndir Alþingis í vetur. Kristni er ekki ætluð nefndaformennska en er varaformaður þriggja nefnda. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, segist ekki skilja hvað vaki fyrir Kristni. „Ég botna ekkert í honum því hann veit betur. Þegar hann fullyrðir að hann hafi átt að fá formennsku þá fer hann ekki með rétt mál," sagði Hjálmar í samtali við Fréttablaðið í gær. Þingflokkurinn vék Kristni úr nefndum þingsins árið 2004 en í febrúar 2005 náðust sættir á sögulegum kvöldverðarfundi þingflokksins á veitingastaðnum Við tjörnina. Kristinn fullyrðir að í samkomulaginu hafi falist að hann yrði nefndarformaður á ný en hann fór áður með formennsku í iðnaðarnefnd. „Það var ekkert víst að ég færi í sömu nefndir, bara að ég hefði sams konar stöðu, það er að segja færi með formennsku í nefnd," sagði Kristinn í gær. Hjálmar segir nefndasetum Kristins fjölgað, hann sé í þremur nefndum og gegni varaformennsku í þeim öllum. „Í því felast ákveðin skilaboð," segir Hjálmar. Eftir sáttafundinn 2005 settist Kristinn í tvær þingnefndir og bjóst þá við að breytingar yrðu gerðar á nefndaskipan um haustið. Af því varð ekki. Á þriðjudagskvöld var svo gengið frá nefndaskipan vetrarins í kjölfar nýlegra breytinga í þingliði flokksins. Kristinn segist vilja hafa það fyrir sjálfan sig hvort niðurstaða þingflokksins komi sér á óvart, en hann sat ekki fundinn. Hins vegar segir hann menn hafa gengið frá flokksþingi um helgina með það að markmiði að jafna ágreining. Hjálmar vísar einnig til sáttatóns flokksþingsins. „Ég hélt að hann, eins og allir aðrir framsóknarmenn, ætlaði að sitja á friðarstóli."
Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira