Newcastle United og Glasgow Celtic eru bæði talin vera að berjast um danska miðjumanninn Thomas Gravesen sem leikur með Real Madrid.
"Augljóslega er meira freistandi fyrir leikmenn að spila í ensku úrvalsdeildinni en þeirri skosku en Celtic er í Meistaradeild Evrópu og það hefur sitt að segja," sagði John Sivebaek, umboðsmaður Gravesen og fyrrum leikmaður Manchester United.
Real Madrid eru sagðir tilbúnir að hlusta á öll tilboð sem ekki eru undir tveimur milljónum punda en launamál gætu sett strik í reikninginn þar sem talið er að Gravesen þéni um áttatíu þúsund pund á viku á Spáni. - dsd