Ítalskir stuðningsmenn AC Milan eru mjög reiðir eftir að hann virtist kyssa treyju Chelsea þegar hann fagnaði marki sínu gegn Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn um helgina. Stendur deilan einnig um hvort hann hafi kysst treyju liðsins eða merki þess.
Sjálfur sagði hann að hvorugt væri satt. "Í sannleika sagt þá er eina treyjan sem ég kyssi landsliðstreyjan mín. Það er eina treyjan sem skiptir mig máli," sagði Shevchenko um málið.