Langþráður sigur Grindvíkinga 11. ágúst 2006 15:00 fín endurkoma Óli Stefán snéri aftur og skoraði. Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur. Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Sjá meira
Grindavík vann Breiðablik 4-2 á heimavelli sínum í gær en leikurinn var ansi fjörlegur. Fyrir leikinn hafði Grindavík ekki náð sigri síðan í áttundu umferð, þegar liðið burstaði KR 5-0 hinn 22. júní. Hins vegar var þetta fyrsti leikurinn sem Blikar tapa síðan Ólafur Kristjánsson tók við stjórninni. Leikurinn var hraður og skemmtilegur á blautum Grindavíkurvelli og ekki var hægt að kvarta undan markaleysi. Líkt og í fyrri viðureign liðanna skoraði Óskar Örn Hauksson tvö stórglæsileg mörk. Eftir átta mínútna leik í gær mátti litlu muna að Blikar næðu forystunni en þá átti Marel Jóhann Baldvinsson hnitmiðað skot sem Helgi Már Helgason varði vel í horn. Jóhann Þórhallsson kom Grindvíkingum yfir með stórglæsilegu marki, tók boltann á lofti við enda vítateigsins og náði hörkuskoti á markið sem Hjörvar náði ekki að verja. Eftir þetta mark brunuðu gestirnir í sókn og voru óheppnir að komast ekki yfir en skot Nenad Zivanovic hafnaði í stönginni. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleiknum en á 53. mínútu bættu Grindvíkingar við marki. Þar var Óli Stefán Flóventsson á ferðinni með skalla. Jóhann Þórhallsson átti fallegan undirbúning, lyfti boltanum á Óla Stefán sem var einn fyrir opnu marki og átti ekki í vandræðum með að skora. Grindvíkingar voru með undirtökin og stuttu síðar fékk Jóhann Helgason mjög gott færi en náði ekki að fóta sig og skot hans var varið. Varamaðurinn Ellert Hreinsson fékk ekki ósvipað færi síðar í leiknum en framhjá fór boltinn. Tuttugu mínútum fyrir leikslok náðu Blikar að minnka muninn þegar þeir fengu umdeilda vítaspyrnu en Marel skoraði úr henni. Blikar fengu nokkur ágætis færi áður en Óskar Örn Hauksson skoraði laglegt mark á 75. mínútu. Í leiknum í gær voru tveir markahæstu leikmenn deildarinnar að mætast, Marel og Jóhann Þórhallsson, sem voru fyrir leikinn búnir að skora níu mörk hvor. Marel komst einn á toppinn með því að skora sitt annað mark á 80. mínútu sem einnig kom úr vítaspyrnu. Óðinn Árnason braut á Marel, sem var sloppinn einn í gegn, og fékk réttilega að líta rauða spjaldið. Einum færri voru Blikar meira með boltann en Óskar Örn refsaði þeim skömmu fyrir leikslok og innsiglaði sigur Grindvíkinga með öðru glæsimarki sínu og ljóst að hann finnur sig vel gegn Breiðabliki því einnig skoraði hann tvö glæsileg mörk á Kópavogsvellinum fyrr í sumar. Furðulegt var að sjá til Blikaliðsins en vörn liðsins, sem hefur virkað svo traust síðan Ólafur tók við, var langt frá því að vera eins sannfærandi í gær. Mounir Ahandour fékk dauðafæri til að skora fimmta mark heimamanna en ekki tókst það, úrslitin 4-2 og unnu Grindvíkingar því langþráðan sigur.
Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Sjá meira