Erna B. Sigurðardóttir: skoraði þrennu og lagði eitt upp í stórsigri breiðabliks í gær 9. ágúst 2006 11:00 "Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu. Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira
"Við hefðum vel getað unnið þennan leik stærra, við klúðruðum fullt af færum," sagði Erna B. Sigurðardóttir eftir að kvennalið Breiðabliks vann 4-0 sigur á portúgölsku meisturunum í SU 1° Dezembro í undankeppni Evrópumóts félagsliða kvenna í gær. "Mér fannst við vera betra liðið allan leikinn, þær eru fljótar og teknískar en áttu ekki möguleika gegn okkur." Erna átti sannkallaðan stórleik fyrir Breiðablik í gær, skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og lagði það fjórða síðan upp fyrir Elínu Önnu Steinarsdóttur, sem innsiglaði sigur Blikastúlkna eftir að hafa komið inn sem varamaður. Allt liðið stóð sig mjög vel að sögn Ernu en það fer vel um Blikastúlkur í Austurríki þar sem riðillinn þeirra er spilaður. "Við erum staðráðnar í því að ná að vinna þennan riðil. Það er mikil stemning í hópnum og allar aðstæður hérna eru mjög góðar. Hótelið sem við gistum á er mjög fínt og við getum ekki kvartað yfir neinu," sagði Erna en næsti leikur liðsins er gegn austurríska liðinu SV Neulengach á fimmtudag. "Sigurinn gegn portúgalska liðinu gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir leikinn á fimmtudag." Síðasti leikur Breiðabliks í riðlinum er síðan gegn Newtownabbey Strikers frá Norður-Írlandi á sunnudag. Alls er leikið í níu riðlum þar sem sigurvegarar hvers riðils fara áfram í aðra umferð sem fer fram dagana 12.-17. september. Í annarri umferð eru riðlarnir fjórir og komast tvö efstu lið úr hverjum riðli í fjórðungsúrslit. Þegar hefur verið dregið í þá riðla og er ljóst að ef Breiðablik sigrar í Austurríki þá leikur liðið m.a. gegn meisturum Frankfurt. Neulengagh vann sinn leik í gær örugglega, með fimm mörkum gegn einu.
Íþróttir Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Sjá meira