Við eigum mikið inni og munum bara bæta okkur 5. ágúst 2006 18:00 þjálfarateymið Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarmaður hans, fylgjast með liðinu á æfingu í síðustu viku. MYND/Heiða Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum. Íþróttir Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Undirbúningur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fyrir Evrópumótið er í fullum gangi en liðið leikur sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu í dag. Þar verða Danir andstæðingar okkar en Ísland vann öruggan sigur á Norðmönnum í gær, 90-69. Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson voru stigahæstir í íslenska liðinu með sextán stig en Magnús Gunnarsson skoraði tólf. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í gær. Við höfum verið að bæta okkur með hverjum leik á mótinu og það er styrkleikamerki, sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins, við Fréttablaðið í gær. Norðmenn eru með mun lakari lið en Finnar og Svíar en við hefðum þó átt að gera betur í þeim leikjum. Leikirnir hefðu getað farið á báða vegu, við vorum að missa boltann of frá okkur í báðum leikjum. Gegn Svíum lentum við í basli þegar við misstum stóru mennina okkar útaf en við teljum okkur eiga mikið inni og eigum bara eftir að bæta okkur, sagði þjálfarinn sem hefur verið að vinna að ýmsu til að bæta leik liðsins. Sem lið þurfum við að vinna betur saman og loka ákveðnum holum sem myndast auk þess sem við þurfum að sína meiri hörku í vörninni en við höfum haft betur í fráköstunum í öllum leikjunum á mótinu sem er mjög jákvætt. Við erum þó enn að tapa of mörgum boltum í sókninni og við þurfum nauðsynlega að bæta það, sagði Sigurður. Ekki hafa allir getað æft með liðinu og þrír lykilmenn, Jón Arnór Stefánsson, Brenton Birmingham og Fannar Ólafsson voru ekki með á mótinu. Undirbúningur liðsins fyrir EM, þar sem liðið er með Georgíu, Finnlandi, Lúxemborg og Austurríki í riðli, heldur áfram eftir tvær vikur þegar liðið tekur þátt í æfingamóti þar sem mótherjarnir verða Holland, Belgía og Svíþjóð. Síðustu æfingaleikirnir verða svo gegn Írum áður en mótið hefst í byrjun september. Það er mikið sem við lærum af þessu móti og við vitum betur hvar við erum staddir með liðið. Á næsta móti verða komnir nýjir menn til móts við okkur til að berjast um stöður. Samkeppnin um stöður er gríðarleg og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur, sagði Sigurður Ingimundarson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira