Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR og Örn Ævar Hjartarson úr GS urðu Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Grafarholtsvelli. Anna Lísa vann Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleiknum 3/2 en staðan var jöfn eftir þrettán holur áður en leiðir skildust. Anna Lísa vann þá þrjár holur í röð og tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Keppnin í karlaflokki var æsispennandi fram á lokaholuna. Örn vann 17. holu og átti þá eina holu á Ólaf Má Sigurðsson í úrslitaleik karla. Ólafur varð því að vinna 18. holuna til að jafna leikinn en á henni púttuðu þeir báðir fyrir fugli.
Ólafur var aðeins lengra frá og rétt missti af fuglinum og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Örn sem tryggði sér parið og þar með 2-0 sigur.