Fer til Häcken til að fá að spila 5. ágúst 2006 11:00 Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu. Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu.
Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Nánast ómögulegt að sigra“ Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Ricky Hatton fyrirfór sér Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Mjög skrýtinn misskilningur HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Sjá meira