Enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves hefur ítrekað áhuga sinn á því að spila á Englandi fyrr eða síðar en hinn 25 ára gamli miðjumaður leikur með Bayern München. Hargreaves stóð sig vel á HM í sumar og þrátt fyrir að líða vel hjá Bayern langar hann til að spila í heimalandi sínu.
Ég er enn ungur og hef verið heppinn að fá mikla og frábæra reynslu hjá klúbbnum mínum, einum þeim besta í Evrópu, en að komast til Englands og spila með einu af toppliðunum þar yrði frábært fyrir mig, sagði Hargreaves, sem orðaður var við Tottenham og Liverpool síðasta sumar.