Sverrir Björnsson verður Sverre Jakobsson: handboltakappinn útskýrir nafnaruglið 3. ágúst 2006 12:00 Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum. Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Sverre Jakobsson gekk í raðir Gummersbach í sumar frá Fram. Á Íslandi var hann reyndar þekktur undir nafninu Sverrir Björnsson en hann hefur nú ákveðið að leggja það nafn á hilluna. "Ég er fæddur í Noregi þar sem hefðin er að taka upp eftirnafn föður síns. Ég er skýrður Sverre Andreas Björnsson en faðir minn heitir Jakob Björnsson. Alltaf þegar ég hef reynt að segjast heita Sverre segja allir bara "Já blessaður Sverrir", það er svo leiðinlegt að leiðrétta þetta alltaf en ég hef dregið þetta of lengi," sagði Sverre. "Það verður bara Sverre Jakobsson hérna í Þýskalandi og það verður þannig á Íslandi líka, ekki Sverrir Björnsson lengur. Þetta er ágætis tímapunktur til að breyta þessu nú þegar ég er kominn til Þýskalands," sagði landsliðsmaðurinn sem bar nafnið "Jakobsson" aftan á treyju sinni í landsleikjunum gegn Svíum en hann mun að sjálfsögðu hafa það nafn aftan á búningi sínum hjá Gummersbach. "Það var mikið í umræðunni hér í Þýskalandi að það væri leikmaður frá Íslandi að koma sem heitir Sverrir Björnsson, það olli nokkru fjaðrafoki þegar ég var kynntur með allt öðru nafni, það vissi enginn hvað er í gangi. Það er ágætt að vera bara einn persónuleiki, ég er sami leikmaðurinn, það er tveir fyrir einn tilboð á mér." Sverre mun bera númerið 14 á bakinu hjá Gummersbach sem er hans gamla númer frá dögum hans með KA. " Ég tók við númerinu 14 hjá KA eftir að minn núverandi þjálfari, Alfreð Gíslason, hætti að spila. Ég var númer 14 hjá yngri flokkunum líka en þegar ég kom í Fram var Jón Björgvin með númerið. Það skipti mig ekki höfuðmáli og ég tók því tvistinn en það er óneitanlega gaman að vera kominn aftur með 14 á bakið," sagði Sverre Jakobsson, ekki Sverrir Björnsson, að lokum.
Íþróttir Tengdar fréttir Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Hættur með botnlið ÍBV Guðlaugur Baldursson sagði starfi sínu lausu hjá ÍBV í gærkvöldi en Heimir Hallgrímsson, sem var Guðlaugi innan handar við þjálfun liðsins, er nú tekinn við Eyjaskútunni. 3. ágúst 2006 10:00
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti