Veigar Páll valinn í landsliðið á nýjan leik 3. ágúst 2006 15:00 veigar páll gunnarsson Hefur átt sannkallað draumatímabil í norsku úrvalsdeildinni í ár. MYND/Hilmar Þór Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. Veigar Páll hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Stabæk og er markahæsti maður deildarinnar með tíu mörk ásamt félaga sínum í Stabæk, Daniel Nannskog. Þetta hafa þeir afrekað í fimmtán leikjum en samtals hefur liðið allt skorað 26 mörk í þessum leikjum í sumar. Samkvæmt norska vefmiðlinum Budstikka er þetta besta framherjateymi Stabæk frá upphafi og besta erlenda framherjateymi norsku úrvalsdeildarinnar síðan 1995 en Nannskog er sænskur. Þeir eru sagðir gefa einhverjum frægustu sóknarpörum norskrar knattspyrnu ekkert eftir, svo sem þeim Ole Gunnar Solskjær og Arild Stavrum hjá Molde árið 1995 annars vegar og Sigurd Rushfeldt og Harald Brattbakk hjá Rosenborg árið 1997 hins vegar. Allir skoruðu þeir mikinn fjölda marka fyrir sín félög þessi ár. Veigar Páll hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg félög í Englandi sem og víðar í Evrópu. Auk þess að vera markahæstur er hann mjög ofarlega í einkunnargjöfum norsku dagblaðanna. Hjá Dagbladet er hann í 1. sæti með meðaleinkunn 5,93. Hjá Verdens Gang í 5. sæti (5,6), 7. sæti í Nettavisen (5,87) og 2. sæti hjá Aftenposten (6,00). Veigar Páll er þar að auki langefstur á lista þeirra sem hafa átt þátt í flestum mörkum en auk þess að skora tíu hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar. Íþróttir Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæek í gær hefur Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu valið Veigar Pál Gunnarsson í íslenska landsliðið sem mætir Spánverjum í vináttulandsleik á Laugardalsvelli þann 15. ágúst. Veigar Páll hefur slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með Stabæk og er markahæsti maður deildarinnar með tíu mörk ásamt félaga sínum í Stabæk, Daniel Nannskog. Þetta hafa þeir afrekað í fimmtán leikjum en samtals hefur liðið allt skorað 26 mörk í þessum leikjum í sumar. Samkvæmt norska vefmiðlinum Budstikka er þetta besta framherjateymi Stabæk frá upphafi og besta erlenda framherjateymi norsku úrvalsdeildarinnar síðan 1995 en Nannskog er sænskur. Þeir eru sagðir gefa einhverjum frægustu sóknarpörum norskrar knattspyrnu ekkert eftir, svo sem þeim Ole Gunnar Solskjær og Arild Stavrum hjá Molde árið 1995 annars vegar og Sigurd Rushfeldt og Harald Brattbakk hjá Rosenborg árið 1997 hins vegar. Allir skoruðu þeir mikinn fjölda marka fyrir sín félög þessi ár. Veigar Páll hefur undanfarið verið orðaður við fjöldamörg félög í Englandi sem og víðar í Evrópu. Auk þess að vera markahæstur er hann mjög ofarlega í einkunnargjöfum norsku dagblaðanna. Hjá Dagbladet er hann í 1. sæti með meðaleinkunn 5,93. Hjá Verdens Gang í 5. sæti (5,6), 7. sæti í Nettavisen (5,87) og 2. sæti hjá Aftenposten (6,00). Veigar Páll er þar að auki langefstur á lista þeirra sem hafa átt þátt í flestum mörkum en auk þess að skora tíu hefur hann lagt upp fjögur til viðbótar.
Íþróttir Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Í beinni: Aþena - Valur | Spyrnir Aþena sér af botninum? Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira