Eldamennskan eins og jóga: Bleikja með mangó chutney 3. ágúst 2006 15:00 Kristin Arnar Stefánsson Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. MYND/Hrönn Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Bleikja Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira
Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti.
Bleikja Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira