Eyjamenn niðurlægðir 1. ágúst 2006 07:00 Í baráttunni. Garðar Jóhannsson er hér í baráttunni um boltann í leiknum í gær en hann fór fyrir frábærum sóknarleik Vals í leiknum. Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum. Þau komu og Garðar Jóhannsson skoraði laglegt mark með skalla í stöngina og inn eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti í leiknum. Bo Henriksen var einmana í sóknarlínu ÍBV og mátti sín lítils gegn Vali Fannari Gíslasyni og Barry Smith sem héldu sóknum Eyjamanna í skefjum. Valsmenn bætti við öðru marki áður en fyrri hálfleikur var allur og aftur var Garðar að verki. Nú átti hann gott þríhyrningaspil við Sigurbjörn Hreiðarsson sem endaði með góðu skoti Garðars í markið og heillum horfnir Eyjamenn fóru í vondri stöðu inn í hálfleikinn. Í hálfleiknum þurfti að skipta um línuvörð þar sem Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, þurfti að hlaupa upp á fæðingardeild þar sem konu hans var flýtt þangað. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í síðari hálfleik en þeirkomust í 3-0 þegar Matthías Guðmundsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Sigurbirni, fór auðveldlega framhjá Hrafni og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar innsiglaði Garðar svo þrennuna þegar hann fylgdi eftir skalla Pálma Rafns sem Hrafn hafði varið vel og niðurlæging ÍBV var fullkomnuð. Matthías skaut svo þrumuskoti í þverslánna áður en hann rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir að hann og Birkir höfðu sluppið aleinir í gegnum götótta Eyjavörnina. Eyjamenn virtust algjörlega áhugalausir í leiknum og stefna hraðbyri niður í 1. deildina með þessu áframhaldi á meðan Valsmenn eru komnir í annað sæti deildarinnar. Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardalnum í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálfleiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum. Þau komu og Garðar Jóhannsson skoraði laglegt mark með skalla í stöngina og inn eftir fyrirgjöf Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti í leiknum. Bo Henriksen var einmana í sóknarlínu ÍBV og mátti sín lítils gegn Vali Fannari Gíslasyni og Barry Smith sem héldu sóknum Eyjamanna í skefjum. Valsmenn bætti við öðru marki áður en fyrri hálfleikur var allur og aftur var Garðar að verki. Nú átti hann gott þríhyrningaspil við Sigurbjörn Hreiðarsson sem endaði með góðu skoti Garðars í markið og heillum horfnir Eyjamenn fóru í vondri stöðu inn í hálfleikinn. Í hálfleiknum þurfti að skipta um línuvörð þar sem Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, þurfti að hlaupa upp á fæðingardeild þar sem konu hans var flýtt þangað. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í síðari hálfleik en þeirkomust í 3-0 þegar Matthías Guðmundsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Sigurbirni, fór auðveldlega framhjá Hrafni og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar innsiglaði Garðar svo þrennuna þegar hann fylgdi eftir skalla Pálma Rafns sem Hrafn hafði varið vel og niðurlæging ÍBV var fullkomnuð. Matthías skaut svo þrumuskoti í þverslánna áður en hann rak síðasta naglann í kistu Eyjamanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir að hann og Birkir höfðu sluppið aleinir í gegnum götótta Eyjavörnina. Eyjamenn virtust algjörlega áhugalausir í leiknum og stefna hraðbyri niður í 1. deildina með þessu áframhaldi á meðan Valsmenn eru komnir í annað sæti deildarinnar.
Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Bayern kom til baka gegn Stuttgart Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Mondo Duplantis gefur út sitt fyrsta lag Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti