Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli 28. júlí 2006 07:45 Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist. Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira
Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist.
Innlent Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Sjá meira