Geðfatlaðir sagðir sviknir um sambýli 28. júlí 2006 07:45 Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist. Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Í ársbyrjun 2004 var haft eftir þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússyni, í Fréttablaðinu að brugðist yrði við húsnæðisvanda geðfatlaðra. Á því ári var gert ráð fyrir nokkrum nýjum heimilum, tveimur í Reykjavík, tveimur á Reykjanesi og hugsanlega einu á Suðurlandi. Til verksins voru ætlaðar 170 milljónir króna á fjárlögum ársins 2004. Að sögn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur alþingismanns voru engin heimili fyrir geðfatlaða opnuð árið 2004. Valdatími félagsmálaráðherra á undanförnum misserum hefur verið mjög stuttur, sem hefur þau áhrif að engin samfella verður í verkefnunum og framkvæmdum þeim tengdum. Nú eru aðeins tíu mánuðir til kosninga og ég hugsa að litlu verði áorkað í málaflokknum það sem eftir er af kjörtímabilinu. Ásta segir alveg ljóst að úrræðin fyrir þá sem þurfi á þjónustunni að halda verði ekki tilbúin fyrir lok kjörtímabilsins. Þá má ekki gleyma að gera ráð fyrir starfsfólki á fyrirhuguðum sambýlum en svipuð störf hafa ekki verið metin að verðleikum, segir Ásta og vitnar hér í þjónustu tengda heimahjúkrun og heimaþjónustu sem illa hefur gengið að manna. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir að á síðasta þingi hafi verið tekin ákvörðun um að gera sérstakt átak í málefnum geðfatlaðra. Dagný Jónsdóttir alþingismaður er í forsvari fyrir nefnd sem mun skila af sér áætlun um uppbyggingu í þessum málaflokki nú í haust. Magnús segir það hafa verið mat alþingismanna á síðasta þingi að betur þyrfti að gera í málaflokki geðfatlaðra og því var nefndin sett á laggirnar. Samkvæmt upplýsingum félagmálaráðuneytisins sitja alþingismenn og ráðuneytisfólk í nefndinni en geðfatlaðir eiga þar engan fulltrúa. Í tengslum við þessa umræðu segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss, brýnt að vinna hratt í málaflokki geðfatlaðra. Í fyrrahaust fengu geðfatlaðir einn milljarð króna af söluandvirði Símans og mikilvægt er að ráðstafa upphæðinni sem fyrst því hún brennur fljótt upp í þeirri verðbólgu sem nú mælist.
Innlent Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?