Sjö ára börn fara í megrun 27. júlí 2006 03:30 Vandamálið fer vaxandi og að mínu viti full ástæða til að vara foreldra barna við með þeim hætti sem við gerðum, segir Nanna Kristín Christiansen, námsráðgjafi í Vesturbæjarskóla. Sífellt yngri stúlkur fari í megrun og láti ekki hvað sem er inn fyrir varir sínar vegna þess. Vandamálið sé þekkt meðal stúlkna allt niður í sjö ára aldur. Í Vesturbæjarskólanum þótti þetta það alvarlegt að hjúkrunarfræðingur skólans sendi foreldrum barna í yngstu bekkjardeildum bréf þar sem vandamálið var tíundað. Var foreldrum bent á að vera á varðbergi og fylgjast með mataræði barna sinna og þá sérstaklega hjá stúlkunum. Vandamálið er þó ekki einskorðað við þann skóla en flestir þeir skólahjúkrunarfræðingar sem rætt var við voru sammála um að það væri til staðar þó ekki væri það áberandi hjá svo ungum stúlkum. Að sögn Nönnu Kristínar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og segir hún ekki eiga koma á óvart að svo ungar stúlkur séu orðnar fastar í sama vef og margar eldri. Það er reglulega keppni milli stúlkanna um hver sé mjóust og hver sé feitust og okkur fannst full ástæða til að kynna þetta fyrir foreldrum og eins ræða við börnin sjálf um hollustu, gott mataræði og almennt það sem varast skal. Fram kemur í rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema sem gerð var í vetur að hlutfall nemenda sem telja sig þurfa að léttast er ekki í nokkru samræmi við umfang slíkra vandamála út frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Jafnframt liggur fyrir að margir eru haldnir óraunhæfum hugmyndum um vaxtalag sitt og æskilega líkamsþyngd. Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Vandamálið fer vaxandi og að mínu viti full ástæða til að vara foreldra barna við með þeim hætti sem við gerðum, segir Nanna Kristín Christiansen, námsráðgjafi í Vesturbæjarskóla. Sífellt yngri stúlkur fari í megrun og láti ekki hvað sem er inn fyrir varir sínar vegna þess. Vandamálið sé þekkt meðal stúlkna allt niður í sjö ára aldur. Í Vesturbæjarskólanum þótti þetta það alvarlegt að hjúkrunarfræðingur skólans sendi foreldrum barna í yngstu bekkjardeildum bréf þar sem vandamálið var tíundað. Var foreldrum bent á að vera á varðbergi og fylgjast með mataræði barna sinna og þá sérstaklega hjá stúlkunum. Vandamálið er þó ekki einskorðað við þann skóla en flestir þeir skólahjúkrunarfræðingar sem rætt var við voru sammála um að það væri til staðar þó ekki væri það áberandi hjá svo ungum stúlkum. Að sögn Nönnu Kristínar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og segir hún ekki eiga koma á óvart að svo ungar stúlkur séu orðnar fastar í sama vef og margar eldri. Það er reglulega keppni milli stúlkanna um hver sé mjóust og hver sé feitust og okkur fannst full ástæða til að kynna þetta fyrir foreldrum og eins ræða við börnin sjálf um hollustu, gott mataræði og almennt það sem varast skal. Fram kemur í rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema sem gerð var í vetur að hlutfall nemenda sem telja sig þurfa að léttast er ekki í nokkru samræmi við umfang slíkra vandamála út frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Jafnframt liggur fyrir að margir eru haldnir óraunhæfum hugmyndum um vaxtalag sitt og æskilega líkamsþyngd.
Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira