Sjö ára börn fara í megrun 27. júlí 2006 03:30 Vandamálið fer vaxandi og að mínu viti full ástæða til að vara foreldra barna við með þeim hætti sem við gerðum, segir Nanna Kristín Christiansen, námsráðgjafi í Vesturbæjarskóla. Sífellt yngri stúlkur fari í megrun og láti ekki hvað sem er inn fyrir varir sínar vegna þess. Vandamálið sé þekkt meðal stúlkna allt niður í sjö ára aldur. Í Vesturbæjarskólanum þótti þetta það alvarlegt að hjúkrunarfræðingur skólans sendi foreldrum barna í yngstu bekkjardeildum bréf þar sem vandamálið var tíundað. Var foreldrum bent á að vera á varðbergi og fylgjast með mataræði barna sinna og þá sérstaklega hjá stúlkunum. Vandamálið er þó ekki einskorðað við þann skóla en flestir þeir skólahjúkrunarfræðingar sem rætt var við voru sammála um að það væri til staðar þó ekki væri það áberandi hjá svo ungum stúlkum. Að sögn Nönnu Kristínar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og segir hún ekki eiga koma á óvart að svo ungar stúlkur séu orðnar fastar í sama vef og margar eldri. Það er reglulega keppni milli stúlkanna um hver sé mjóust og hver sé feitust og okkur fannst full ástæða til að kynna þetta fyrir foreldrum og eins ræða við börnin sjálf um hollustu, gott mataræði og almennt það sem varast skal. Fram kemur í rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema sem gerð var í vetur að hlutfall nemenda sem telja sig þurfa að léttast er ekki í nokkru samræmi við umfang slíkra vandamála út frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Jafnframt liggur fyrir að margir eru haldnir óraunhæfum hugmyndum um vaxtalag sitt og æskilega líkamsþyngd. Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Vandamálið fer vaxandi og að mínu viti full ástæða til að vara foreldra barna við með þeim hætti sem við gerðum, segir Nanna Kristín Christiansen, námsráðgjafi í Vesturbæjarskóla. Sífellt yngri stúlkur fari í megrun og láti ekki hvað sem er inn fyrir varir sínar vegna þess. Vandamálið sé þekkt meðal stúlkna allt niður í sjö ára aldur. Í Vesturbæjarskólanum þótti þetta það alvarlegt að hjúkrunarfræðingur skólans sendi foreldrum barna í yngstu bekkjardeildum bréf þar sem vandamálið var tíundað. Var foreldrum bent á að vera á varðbergi og fylgjast með mataræði barna sinna og þá sérstaklega hjá stúlkunum. Vandamálið er þó ekki einskorðað við þann skóla en flestir þeir skólahjúkrunarfræðingar sem rætt var við voru sammála um að það væri til staðar þó ekki væri það áberandi hjá svo ungum stúlkum. Að sögn Nönnu Kristínar læra börnin það sem fyrir þeim er haft og segir hún ekki eiga koma á óvart að svo ungar stúlkur séu orðnar fastar í sama vef og margar eldri. Það er reglulega keppni milli stúlkanna um hver sé mjóust og hver sé feitust og okkur fannst full ástæða til að kynna þetta fyrir foreldrum og eins ræða við börnin sjálf um hollustu, gott mataræði og almennt það sem varast skal. Fram kemur í rannsókn um heilsu og lífskjör skólanema sem gerð var í vetur að hlutfall nemenda sem telja sig þurfa að léttast er ekki í nokkru samræmi við umfang slíkra vandamála út frá heilsufræðilegu sjónarmiði. Jafnframt liggur fyrir að margir eru haldnir óraunhæfum hugmyndum um vaxtalag sitt og æskilega líkamsþyngd.
Innlent Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira