Minni eftirspurn á fasteignamarkaði 21. júlí 2006 07:30 framkvæmdir í norðlingaholti Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira