Minni eftirspurn á fasteignamarkaði 21. júlí 2006 07:30 framkvæmdir í norðlingaholti Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira
Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson.
Innlent Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Sjá meira