Minni eftirspurn á fasteignamarkaði 21. júlí 2006 07:30 framkvæmdir í norðlingaholti Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sífellt fleiri byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undanfarið. Sú vaxtahækkun á íbúðalánum sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxtastig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðsumhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækisins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbúningsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönnum en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfaldlega lélegra starfsfólk. „Íslendingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurfum við að grípa fram fyrir hendurnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjórtán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markaðurinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmdastjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaðurinn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarnir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson.
Innlent Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira