Vegið að kókópuffs-kynslóðinni 19. júlí 2006 07:00 Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina. Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina.
Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira