Vegið að kókópuffs-kynslóðinni 19. júlí 2006 07:00 Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina. Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina.
Innlent Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira