Ég vil að veturinn komi bara strax 19. júlí 2006 07:15 „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“ Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
„Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“
Innlent Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira