Ég vil að veturinn komi bara strax 19. júlí 2006 07:15 „Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“ Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
„Bara allt gott, þakka þér fyrir. Ég er búinn að vera í fæðingarorlofi í tvo mánuði og hef notið þess að vera með fjölskyldunni,“ segir þriggja barna faðirinn Guðmundur Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands og skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. „Þó að það sé fullt starf að vera með lítil börn nýtur maður þess út í ystu æsar að vera með fjölskyldunni.“ Guðmundur Karl er eins og áður segir umsjónarmaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli og segir hann menn þar í óðaönn um mitt sumar að gera klárt fyrir veturinn. Nú er verið að leggja vatnsleiðslur fyrir snjóframleiðslutækin sem ekki var hægt að gera í haust þegar græjurnar bárust til landsins. „Við erum að klára að leggja snjóframleiðslukerfið í fjallinu og svo þarf að sinna viðhaldi og lagfæra eitt og annað,“ segir Guðmundur Karl. „Það eru svo margir verkþættir sem ekki er hægt að klára á veturna.“ Skíðaveturinn var mjög góður síðasta vetur að sögn Guðmundar Karls, því alls renndu sér rúmlega þrjátíu þúsund manns um brekkur Hlíðarfjalls. „Við vorum mjög ánægðir með síðasta vetur, þetta var ekki metár en alveg á meðal topp fimm,“ segir Guðmundur Karl. Aðspurður um hvað sé á döfinni næstu daga segir Guðmundur Karl það vera ættarmót í Eyjafirði. Guðmundur Karl er ekki ættaður úr Eyjafirðinum heldur á hann ættir að rekja í Garðabæ. Af hverju valdi hann þá að setjast að í höfuðstað Norðurlands, Akureyri? „Því að hér er skíðasvæði og snjórinn. Ég lærði skíðasvæðarekstrarfræði, sem er tveggja ára háskólanám, í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, svo að hingað vildi ég koma til að nýta menntunina mína,“ segir hann. Guðmundur Karl segir sumarið fyrir norðan hafa valdið vonbrigðum en er bjartsýnn á framhaldið. „Núna segja þeir að það eigi að fara að hlýna og verða bjartara og ég ætla að njóta þess sem eftir lifir sumars með fjölskyldunni. Svo um leið og sumrinu lýkur fer maður að hlakka til vetrarins,“ segir Guðmundur Karl. „Í byrjun september vill maður helst að það fari að kyngja niður og veturinn komi bara strax.“
Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira