Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon 14. júlí 2006 07:00 Farþegar bíða Líbanar biðu upp á von og óvon á Rafik Hariri-flugvellinum í Beirút í Líbanon í gær, en flugvellinum var lokað eftir að Ísraelsher réðst á flugvöllinn með sprengjum. Flugvöllurinn er eini alþjóðlegi flugvöllur landsins. MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun. Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun.
Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Sjá meira