Innlent

Nýtt skip bætist í flotann í dag

Nýtt skip samherja Nafni þess verður breytt í Margrét en Samherji hefur gert út skip með því nafni undanfarna tvo áratugi.
Nýtt skip samherja Nafni þess verður breytt í Margrét en Samherji hefur gert út skip með því nafni undanfarna tvo áratugi.

Samherji hf. hefur keypt skip til veiða á uppsjávarfiski og er það væntanlegt til Akureyrar í dag. Skipið er keypt frá Hjaltlandseyjum en það var smíðað í Noregi 1998. Skipið heitir Serene og ber einkennisstafina LK-297 en nafni þess verður breytt í Margrét EA 710. Samherji hefur gert út skip með Margrétarnafninu í tuttugu ár.

Skipið er 71 metri á lengd og 13 metrar á breidd. Vél þess er 10.000 hestöfl og burðargeta 2.100 tonn í sjókælitönkum.

Samherji tekur formlega við skipinu síðar í vikunni og er áætlað að það haldi fljótlega til veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×