Ætluðu ekki að spila gegn Svisslendingum 19. júní 2006 13:30 leikmenn tógó Fagna hér marki sínu í 2-1 tapleik gegn Suður-Kóreu en þeir eiga í hörðum deilum þessa dagana. MYND/nordicphotos/afp FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni. Íþróttir Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
FIFA þurfti að hafa afskipti af leikmönnum Tógó sem ætluðu sér ekki að mæta í leikinn gegn Sviss í G-riðli HM í dag. Leikmenn liðsins eiga í deilum við knattspyrnusamband landsins vegna greiðslu fyrir að spila á mótinu og á meðan deilan stendur gátu þeir ekki hugsað sér að spila. "Þeir vildu ekki spila leikinn," sagði talsmaður FIFA sem talaði leikmenn Tógó til í gær. "Við tjáðum þeim að ef þeir mættu ekki hefði það mikil áhrif og þeim var tjáð hversu óraunsæir og ósanngjarnir þeir voru," bætti talsmaðurinn við en leikmenn Tógó fóru ekki úr æfingabúðum sínum í tæka tíð gær og misstu því af flugi sínu til Dortmund þar sem leikurinn fer fram í dag. Eftir miklar umræður ákváðu þeir loksins að fara og nældu sér í flug á síðustu stundu. "Við erum í rútunni núna," sagði Otto Pfister í símaviðtali í gær en bætti við að hann hefði ekki hugmynd um hvort deilan hefði leyst og að hann hefði ekki áhuga á því að vita það. Pfister sjálfur hætti rétt fyrir fyrsta leikinn gegn Suður-Kóreu, en hætti síðan við að hætta á síðustu stundu. Það er því greinilega ekki tekið með sældinni að fara með Tógó á HM í Þýskalandi. Leikmenn frá þessu smáríki í Afríku heimtuðu 155.000 evrur hver fyrir að spila á mótinu frá knattspyrnusambandi Tógó, 30.000 evrur fyrir sigur og helming þess fyrir jafntefli. Forráðamenn knattspyrnusambandsins sögðu þó að þessar upphæðir væru alltof háar en meðaltekjur í Tógó eru undir 800 evrum á mánuði. Aldrei hefur það gerst að lið sem komist hefur í lokakeppni HM hafi ekki mætt í leik í 76 ára langri sögu HM, en það stóð tæpt í þetta sinn. Þjóð sem gerir það á yfir höfði sér háa fjársekt og líklega útilokun frá næstu heimsmeistarakeppni.
Íþróttir Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Haukar áfram eftir spennuleik Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira