Tiger Woods olli miklum vonbrigðum 19. júní 2006 12:00 Ferrie Spilar vel núna. Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn. Íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn.
Íþróttir Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira