Tiger Woods olli miklum vonbrigðum 19. júní 2006 12:00 Ferrie Spilar vel núna. Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn. Íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Tiger Woods olli mestum vonbrigðum á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór um helgina. Woods var mjög ryðgaður og féll úr leik eftir tvo keppnisdaga en honum til varnar er þetta fyrsta mótið sem hann keppti á í níu vikur, og einnig það fyrsta eftir að Earl faðir hans lést þann 3. maí síðastliðinn. "Venjulega eru flatirnar á Opna bandaríska mótinu mjög hraðar en þessar eru hæðóttar og hægar. Ég byrjaði mjög illa og það gekk lítið upp hjá mér, ég hitti ekki brautirnar í upphafshöggunum og heldur ekki flatirnar í réttum fjölda högga," sagði Woods, en þetta er í fyrsta sinn síðan hann gerðist atvinnukylfingur sem hann kemst ekki í gegnum niðurskurð á stórmóti. Það voru þeir Kenneth Ferrie og Phil Mickelson sem voru efstir fyrir lokadaginn og léku því saman í síðasta ráshóp. Mótinu var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Englendingurinn Ferrie var í forystu allan þriðja daginn þar til hann fékk skolla undir lokin og var því jafn Mickelson, einu höggi á undan Geoff Ogilvy. Ferrie er lítt þekktur kylfingur sem hefur aldrei verið nálægt því að vinna til verðlauna á stórmóti. Hann var í stökustu vandræðum með að finna sér kylfusvein fyrir mótið þar sem sá sem venjulega ber fyrir hann kylfurnar fór til Þýskalands til að horfa á enska landsliðið á HM. "Ég held að það muni hjálpa mér að það er engin pressa á mér, hún er öll á andstæðingum mínum. Ég hef þó fulla trú á mér sjálfum og ef ég held áfram að leika jafn vel og ég hef gert um helgina á ég möguleika á sigri," sagði Ferrie fyrir lokahringinn.
Íþróttir Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti