Íslenski hópurinn er einstaklega samheldinn 18. júní 2006 11:30 stelpurnar fagna Stelpurnar í íslenska landsliðinu fagna hér marki og spurning er hvort þær fagni ekki aftur á Laugardalsvellinum í dag þegar Portúgal kemur í heimsókn. MYND/stefán Við erum búnar að eiga alveg frábærar æfingar og hópurinn er einstaklega samheldinn, sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður og fyrirliði íslenska liðsins. Hún mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Ásthildar systur sinnar en hún er í leikbanni. Við eigum eftir að sakna hennar og náttúrulega svekkjandi að hún fái ekki að vera með í hundraðasta leiknum enda hefur hún spilað eitthvað um 65% af þessum leikjum. En maður kemur í manns stað og þetta getur alltaf komið upp. En skarðið er óneitanlega stórt. Öllum landsliðskonum Íslands frá upphafi var boðið á leikinn og munu þær hittast í sérstakri móttöku fyrir leikinn. Þá hyggst hópurinn sem spilar leikinn í dag hittast í kvöld. Það er fullt af breytingum á liðinu enda höfum við verið aðeins á hælunum í síðustu leikjum. Okkur langar virkilega að rífa okkur upp og það er ekki betri leið til þess en að fá nýtt blóð í þetta. Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessu, sagði Þóra. Við vitum að þær portúgölsku eru nokkuð léttleikandi en hafa ekki riðiðfeitum hesti frá þessari undankeppni enn sem komið er. Við getum ekki farið með kæruleysi í nokkurn leik enda er Portúgal sýnd veiði en ekki gefin, sagði Þóra en leikurinn er liður í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Portúgal er án stiga í riðlinum en íslenska liðið er með sjö stig í þriðja sætinu eftir að hafa leikið fjóra leiki. Leikurinn verður fjórði A-landsleikur kvenna á milli þjóðanna. Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi. Íslenska liðið hefur enn ekki náð að sigra Portúgal og gæti því náð sögulegum árangri í dag. 15. júní 1995 mættust þjóðirnar fyrst en það var í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Heimamenn knúðu fram sigur með tvemur mörkum gegn einu en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum. Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Sjá meira
Við erum búnar að eiga alveg frábærar æfingar og hópurinn er einstaklega samheldinn, sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður og fyrirliði íslenska liðsins. Hún mun bera fyrirliðabandið í fjarveru Ásthildar systur sinnar en hún er í leikbanni. Við eigum eftir að sakna hennar og náttúrulega svekkjandi að hún fái ekki að vera með í hundraðasta leiknum enda hefur hún spilað eitthvað um 65% af þessum leikjum. En maður kemur í manns stað og þetta getur alltaf komið upp. En skarðið er óneitanlega stórt. Öllum landsliðskonum Íslands frá upphafi var boðið á leikinn og munu þær hittast í sérstakri móttöku fyrir leikinn. Þá hyggst hópurinn sem spilar leikinn í dag hittast í kvöld. Það er fullt af breytingum á liðinu enda höfum við verið aðeins á hælunum í síðustu leikjum. Okkur langar virkilega að rífa okkur upp og það er ekki betri leið til þess en að fá nýtt blóð í þetta. Við höfum mjög góða tilfinningu fyrir þessu, sagði Þóra. Við vitum að þær portúgölsku eru nokkuð léttleikandi en hafa ekki riðiðfeitum hesti frá þessari undankeppni enn sem komið er. Við getum ekki farið með kæruleysi í nokkurn leik enda er Portúgal sýnd veiði en ekki gefin, sagði Þóra en leikurinn er liður í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið 2007. Portúgal er án stiga í riðlinum en íslenska liðið er með sjö stig í þriðja sætinu eftir að hafa leikið fjóra leiki. Leikurinn verður fjórði A-landsleikur kvenna á milli þjóðanna. Fyrstu þrír leikirnir hafa allir farið fram í Portúgal og því í fyrsta sinn er þjóðirnar mætast á Íslandi. Íslenska liðið hefur enn ekki náð að sigra Portúgal og gæti því náð sögulegum árangri í dag. 15. júní 1995 mættust þjóðirnar fyrst en það var í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Heimamenn knúðu fram sigur með tvemur mörkum gegn einu en Guðrún Sæmundsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.
Íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Sjá meira