Einkavæðing eða þjóðnýting? 10. júní 2006 00:01 Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað. Við einkavæðingu bankanna var ekki mikið deilt um grundvallarsjónarmið, heldur um framkvæmdina, sem ekki var nægjanlega gagnsæ. Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happadrjúg og skapað mikil verðmæti. Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svipaðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Símann. Nú var ekki deilt með sama hætti um söluferlið, sem var mun gagnsæjara og betur útfært. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Núverandi stjórnarflokkar komust að þeirri niðurstöðu að grunnnetið ætti að einkavæða. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Nú er komin upp sérkennileg staða. Grunnetið, sem í rökstuðningi ríkisstjórnarinnar var samofið annarri starfsemi Símans, er til sölu og fyrir liggja drög að samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á grunnnetinu fyrir hátt í tuttugu milljarða króna eftir því sem heimildir herma. Frá sjónarhóli eigenda Símans eru þessi viðskipti afar skiljanleg. Fyrirtækið myndi losa um mikla fjárbindingu, sem gæfi því afl til að takast á við ný verkefni. Ekki er heldur ólíklegt að þessi viðskipti kunni að vera afar snjöll frá sjónarhóli fyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er í almannaeigu og byggir hluta starfsemi sinnar á einokunaraðstöðu. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallaratriði. Deildar meiningar kunna að vera um þessi viðskipti og sitt getur hverjum sýnst um þau. Hitt er einnig ljóst að menn geta ekki gagnrýnt Orkuveituna fyrir uppbyggingu eigin nets árum saman í stjórnarandstöðu og látið það síðan verða sitt fyrsta verk að kaupa net samkeppnisaðila fyrir vel á annan tug milljarða. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu að sölunni meðal annars á þeirri forsendu að fjármunum sem hefðu fengist fyrir Símann væri betur varið í önnur verkefni. Það er því ekki ósanngjörn krafa til þessara flokka að sama afstaða sé skýr í afstöðu til fjármuna borgarbúa og hún var til fjármuna landsmanna allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað. Við einkavæðingu bankanna var ekki mikið deilt um grundvallarsjónarmið, heldur um framkvæmdina, sem ekki var nægjanlega gagnsæ. Fyrir utan Vinstri græna var tiltölulega mikil sátt um það að fjármálakerfinu væri betur komið í höndum einkaaðila. Sú ráðstöfun hefur reynst happadrjúg og skapað mikil verðmæti. Aftur þegar kom að sölu Símans voru flokkadrættir nokkuð svipaðir og við sölu bankanna. Mikill meirihluti vildi selja Símann. Nú var ekki deilt með sama hætti um söluferlið, sem var mun gagnsæjara og betur útfært. Deilan snerist fyrst og fremst um hvort selja ætti grunnnetið með fyrirtækinu. Núverandi stjórnarflokkar komust að þeirri niðurstöðu að grunnnetið ætti að einkavæða. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Nú er komin upp sérkennileg staða. Grunnetið, sem í rökstuðningi ríkisstjórnarinnar var samofið annarri starfsemi Símans, er til sölu og fyrir liggja drög að samkomulagi við Orkuveitu Reykjavíkur um kaup á grunnnetinu fyrir hátt í tuttugu milljarða króna eftir því sem heimildir herma. Frá sjónarhóli eigenda Símans eru þessi viðskipti afar skiljanleg. Fyrirtækið myndi losa um mikla fjárbindingu, sem gæfi því afl til að takast á við ný verkefni. Ekki er heldur ólíklegt að þessi viðskipti kunni að vera afar snjöll frá sjónarhóli fyrirtækisins Orkuveitu Reykjavíkur. Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er í almannaeigu og byggir hluta starfsemi sinnar á einokunaraðstöðu. Fyrirtækið er eign skattborgara í Reykjavík og það væri auðvitað afar kostulegt, ef ekki í hrópandi mótsögn, ef meirihluti sömu flokka og einkavæddu grunnnetið tæki þátt í einhvers konar þjóðnýtingu þess á ný. Stjórnmál eiga að snúast um grundvallaratriði. Deildar meiningar kunna að vera um þessi viðskipti og sitt getur hverjum sýnst um þau. Hitt er einnig ljóst að menn geta ekki gagnrýnt Orkuveituna fyrir uppbyggingu eigin nets árum saman í stjórnarandstöðu og látið það síðan verða sitt fyrsta verk að kaupa net samkeppnisaðila fyrir vel á annan tug milljarða. Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur stóðu að sölunni meðal annars á þeirri forsendu að fjármunum sem hefðu fengist fyrir Símann væri betur varið í önnur verkefni. Það er því ekki ósanngjörn krafa til þessara flokka að sama afstaða sé skýr í afstöðu til fjármuna borgarbúa og hún var til fjármuna landsmanna allra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun