Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð 3. júní 2006 07:00 Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari. Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Íþróttir Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Óttast að Grealish verði lengi frá Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sextán liða úrslit „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Sjá meira