Guðmundur við hlið Alfreðs í Svíþjóð 3. júní 2006 07:00 Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari. Íþróttir Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson kemur til með að vera Alfreð Gíslasyni landsliðsþjálfara til halds og trausts í verkefnum íslenska landsliðsins á næstu vikum en Guðmundur var landsliðsþjálfari á árunum 2001 til 2004. Framundan eru tveir æfingaleikir við Dani, á Akureyri á þriðjudaginn og í Laugardalshöll á fimmtudaginn en fyrri leikurinn við Svía verður í Globen í Stokkhólmi laugardaginn 11. júní og hinn síðari í Laugardalshöll á laugardaginn, þjóðhátíðardaginn 17. júní. "Minn gamli vinur og herbergisfélagi frá landsliðstímanum kemur inn í þetta. Hann verður aðstoðarmaður minn og betur sjá augu en auga. Ég hef oft sagt að aðstoðarþjálfarar eigi erfitt með að vinna með mér en við þekkjum hvor annan mjög vel. Við höfum verið í miklu sambandi og erum með svipaða skoðun á því hvernig á að spila handbolta. Ég held að hann hafi verið besti kosturinn í stöðunni. Við verðum að gera allt sem við mögulega getum gert til að leggja Svíana," sagði Alfreð við Fréttablaðið í gær. Þetta leggst einstaklega vel í mig og ég hlakka til að vinna aftur með Alfreð. Ég mun koma að greiningu á andstæðingnum og aðstoða við undirbúning liðsins í heild sinni. Ég er auðvitað öllum hnútum kunnugur í þessum málum og þekki alla strákana í liðinu," sagði Guðmundur. "Ég lít á það sem ákveðinn heiður í því að til mín sé leitað og finnst það mög jákvætt. Við erum að þjálfa á mjög svipaðri línu og það er alltaf gott þegar þannig menn vinna saman. Þetta snýst bara um að vinna þessa vinnu eins vel og hægt er og við þurfum á öllum okkar kröftum að halda til að komast áfram. Þetta kemur kannski frekar á óvart en ég gat ekki sagt nei þegar til mín er leitað," bætti Guðmundur við. Danir koma hingað til lands með sterkt lið en fyrri leikurinn fer fram í heimabæ Alfreðs, Akureyri, á þriðjudaginn. "Það er mjög gaman fyrir mig að fara til Akureyrar og spila þar. Allt annað en troðfull höll á Akureyri væru klárlega mikil vonbrigði. Fyrir mig er skemmtilegt að spila minn alvöru landsleik sem þjálfari að byrja á heimavelli mínum," sagði Alfreð, sem hefur fylgst grannt með Svíunum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari.
Íþróttir Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Víkingur | Toppslagur á Ísafirði Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Sjá meira