Spila ekki aftur fyrr en hnéð er orðið 100% 3. janúar 2006 02:55 Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn." Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira
Nú eru liðnir þrír og hálfur mánuður síðan knattspyrnumaðurinn Ólafur Ingi Skúlason hjá Brentford í Englandi fór í aðgerð eftir að hafa slitið krossbönd og skaddað liðþófa í haust. Atvikið átti sér stað í leik gegn Chesterfield, aðeins öðrum leik Ólafs Inga fyrir félagið. "Ég er allur að koma til. Samkvæmt bókinni eru þetta sex mánuðir sem tekur að jafna sig og þeir segja að ég sé jafnvel eitthvað aðeins á undan áætlun. En ég spái lítið í tímann og ætla ekki að spila aftur fyrr en ég finn að hnéð er orðið 100 prósent tilbúið," sagði Ólafur Ingi við Fréttablaðið í gær. Ólafur er nýbyrjaður að hlaupa á ný eftir að hafa eytt fyrstu vikunum eftir aðgerðina í lyftingasalnum og á hlaupahjólinu. "Það er náttúrlega mjög leiðinlegt til lengdar að standa í svona endurhæfingu. En ég var mjög fljótur að sætta mig við að þetta tæki tima. Nú er ég að prófa hliðarskref, hraðaaukningar og slíka hluti. Það er framför sem gefur manni aukinn styrk til að komast í gegnum þetta. Það er ofboðslega gott að vera kominn út á æfingasvæðið í stað þess að vera inni í lyftingasalnum. En ég má ekki sparka í bolta enn sem komið er," segir Ólafur sem vonast þó til að það verði eftir 2-3 vikur. Þekkt er að smellurinn sem oft fylgir þegar íþróttamenn verða fyrir því að slíta liðbönd eða brjóta bein lifi í fersku minni þeirra löngu eftir að óhappið átti sér stað. Ólafur Ingi kveðst muna vel eftir þeim óhljóðum en þegar hann horfi til baka sé mesta eftirsjáin fólgin í fyrsta leik hans fyrir Brentford. "Þá fékk ég fljótt gula spjaldið og sleppti í kjölfarið nokkrum tæklingum sem ég hefði venjulega farið í. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að fara í þær tæklingar og vera þá í banni í öðrum leiknum," segir Ólafur Ingi og hlær. "En það þýðir ekkert að hugsa svona aftur í tímann. Svona er þetta bara í fótboltanum og í meiðslum verður að horfa fram á veginn."
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Sjá meira