Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma 29. desember 2005 11:57 Og Vodafone hefur gert samning við Arvato mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Arvato mobile er afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma og fleiri miðla. Það er dótturfyrirtæki arvato Bertelsmann AG og þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðla og netgáttir. Þá býður arvato mobile viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir hvað varðar innihald og stjórnun umboðs- og höfundarlauna enda starfar fyrirtækið náið með framleiðendum tónlistar og rétthöfum kvikmynda, leikja og sjónvarpsþátta. Arvato mobile rekur einnig efnisgáttina handy.de en þar er hægt að nálgast skjámyndir, hringitóna á ýmsum toga, Java leiki og senda skilaboð (SMS og pósthólfaskilaboð). Þar er einnig hægt að skoða mikið úrval símtækja og fylgihluta. Handy.de er leiðandi afþreyingar- og efnisgátt í Þýskalandi með ríflega fimm milljónir skráðra notenda og 640 þúsund einstakra notenda í hverjum einasta mánuði. Pétur Rúnar Guðnason, efnisstjóri Vodafone live! hjá Og Vodafone, kveðst afar ánægður að fá tækifæri til þess að vinna með fyrirtæki sem sé í fararbroddi í Evrópu í heildarlausnum fyrir efnisgáttir. "Arvato mobile hefur í nokkur ár boðið Vodafone fyrirtækjum og samstarfsaðilum framúrskarandi afþreyingarefni. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir Og Vodafone að eiga kost á fjölbreyttu efni frá fyrirtæki eins og Arvato mobile." Þá segir Christoph Hartlieb, framkvæmdastjóri Arvato mobile, að fyrirtækið hafi átt gott og náið samstarf með Vodafone fyrirtækjum víða um heim, á því verði engin breyting með samstarfi við Og Vodafone. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Og Vodafone hefur gert samning við Arvato mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Arvato mobile er afþreyingarfyrirtæki fyrir farsíma og fleiri miðla. Það er dótturfyrirtæki arvato Bertelsmann AG og þróar lausnir fyrir fjarskiptafyrirtæki, fjölmiðla og netgáttir. Þá býður arvato mobile viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir hvað varðar innihald og stjórnun umboðs- og höfundarlauna enda starfar fyrirtækið náið með framleiðendum tónlistar og rétthöfum kvikmynda, leikja og sjónvarpsþátta. Arvato mobile rekur einnig efnisgáttina handy.de en þar er hægt að nálgast skjámyndir, hringitóna á ýmsum toga, Java leiki og senda skilaboð (SMS og pósthólfaskilaboð). Þar er einnig hægt að skoða mikið úrval símtækja og fylgihluta. Handy.de er leiðandi afþreyingar- og efnisgátt í Þýskalandi með ríflega fimm milljónir skráðra notenda og 640 þúsund einstakra notenda í hverjum einasta mánuði. Pétur Rúnar Guðnason, efnisstjóri Vodafone live! hjá Og Vodafone, kveðst afar ánægður að fá tækifæri til þess að vinna með fyrirtæki sem sé í fararbroddi í Evrópu í heildarlausnum fyrir efnisgáttir. "Arvato mobile hefur í nokkur ár boðið Vodafone fyrirtækjum og samstarfsaðilum framúrskarandi afþreyingarefni. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir Og Vodafone að eiga kost á fjölbreyttu efni frá fyrirtæki eins og Arvato mobile." Þá segir Christoph Hartlieb, framkvæmdastjóri Arvato mobile, að fyrirtækið hafi átt gott og náið samstarf með Vodafone fyrirtækjum víða um heim, á því verði engin breyting með samstarfi við Og Vodafone.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira